Væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Böðvar fagnar í leik með FH. vísir/ernir Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum. Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum.
Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira