Leikmannaskiptin sem allir eru að tala um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2018 07:00 Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sánchez eru á leið í sitt hvora áttina. vísir/getty Eftir mánaða langa óvissu er loksins ljóst hvað verður um Alexis Sánchez. Chile-maðurinn er á leið til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Enginn peningur fer á milli félaganna heldur er um að ræða leikmannaskipti sem bæði lið virðast koma ágætlega út úr. United fær leikmann sem hefur verið í fremstu röð í mörg ár, spilað með stórum félögum og þekkir ensku úrvalsdeildina. Búist er við að Sánchez fái treyju númer sjö hjá United sem Bryan Robson, Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo klæddust á sínum tíma.Vonast eftir alvöru United-sjöu Stuðningsmenn Manchester-liðsins vonast til þess að Sánchez verði alvöru United-sjöa sem hleypi nýju lífi í sóknarleik liðsins. Lærisveinar José Mourinho hafa verið beittari fyrir framan markið en á síðasta tímabili en betur má ef duga skal. United hefur skorað 49 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, 21 marki minna en topplið Manchester City. Mourinho vill líka fá meiri samkeppni um stöður fremst á vellinum. „Í augnablikinu er engin samkeppni um stöðurnar frammi,“ sagði Portúgalinn eftir 0-1 sigur United á Burnley á laugardaginn. „Í augnablikinu erum við bara með fjóra sóknarmenn fyrir þrjár stöður. Þrír byrja á meðan einn er á bekknum.“ Sánchez er 29 ára, jafngamall og Robin van Persie var þegar United keypti hann frá Arsenal 2012. Stuðningsmenn United vonast til að Chile-maðurinn hafi sömu áhrif og Hollendingurinn hafði á sínum tíma. Van Persie skoraði grimmt þegar United varð síðast Englandsmeistari, vorið 2013.Spurning um peninga? Umræðan um félagaskipti Sánchez hefur að miklu leyti snúist um að Chile-maðurinn sé einhvers konar málaliði, drifinn áfram af græðgi og hafi þess vegna valið United í staðinn fyrir fótboltahimnaríki nágrannanna í Manchester City. Lið Peps Guardiola spilar vissulega mun skemmtilegri fótbolta en United og leikstíllinn er ákjósanlegri fyrir sóknarmenn. Og Sánchez fær vel borgað hjá United. En það er ekki eins og leikmenn spili frítt fyrir City og stærsta ástæðan fyrir uppgangi félagsins undanfarinn áratug eru peningarnir sem hefur verið dælt í það.Var búinn að stimpla sig út Arsenal missir vissulega sinn besta leikmann en samningur hans var að renna út og Sánchez var klárlega búinn að stimpla sig út hjá Skyttunum. Í staðinn fær Arsenal gríðarlega hæfileikaríkan leikmann sem var, fyrir ekki meira en tveimur árum, valinn sá besti í þýsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika Mkhitaryans náði Armeninn aldrei almennilegu flugi hjá United. Hann var lengi að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á síðasta tímabili en sýndi góða takta seinni hluta þess og átti stóran þátt í að United vann Evrópudeildina. Mkhitaryan skoraði fimm mörk í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, þ. á m. í úrslitaleiknum gegn Ajax.Dalaði eftir góða byrjun Armeninn byrjaði þetta tímabil af krafti. Hann skoraði eitt mark og lagði upp fimm í fyrstu fimm deildarleikjum United. En Mkhitaryan náði ekki að fylgja því eftir, missti sæti sitt í byrjunarliði United og átti undir lokin í vandræðum með að komast í hóp á leikdegi. Það má því færa rök fyrir því að hann hafi gott af nýrri áskorun. Mkhitaryan leysir ekki brýnustu þarfir Arsenal. Hann bætir ekki öftustu línu eða varnarleikinn á miðsvæðinu. En hann fyllir að vissu leyti upp í skarðið sem Sánchez skilur eftir sig, þótt þeir séu ólíkir leikmenn. Mkhitaryan getur leyst allar stöðurnar fyrir aftan framherjann, er skapandi og nokkuð markheppinn. Fyrrverandi samherji Mkhitaryans hjá Borussia Dortmund, Pierre-Emerick Aubameyang, hefur einnig verið orðaður við Arsenal. Talið er að Skytturnar þurfi að borga um 50 milljónir punda fyrir Gabonann sem er í agabanni hjá Dortmund. Sóknarlína með Mkhitaryan, Aubameyang, Mesut Özil og Alexandre Lacazette lítur allavega afskaplega vel út á pappírnum fræga. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Eftir mánaða langa óvissu er loksins ljóst hvað verður um Alexis Sánchez. Chile-maðurinn er á leið til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Enginn peningur fer á milli félaganna heldur er um að ræða leikmannaskipti sem bæði lið virðast koma ágætlega út úr. United fær leikmann sem hefur verið í fremstu röð í mörg ár, spilað með stórum félögum og þekkir ensku úrvalsdeildina. Búist er við að Sánchez fái treyju númer sjö hjá United sem Bryan Robson, Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo klæddust á sínum tíma.Vonast eftir alvöru United-sjöu Stuðningsmenn Manchester-liðsins vonast til þess að Sánchez verði alvöru United-sjöa sem hleypi nýju lífi í sóknarleik liðsins. Lærisveinar José Mourinho hafa verið beittari fyrir framan markið en á síðasta tímabili en betur má ef duga skal. United hefur skorað 49 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, 21 marki minna en topplið Manchester City. Mourinho vill líka fá meiri samkeppni um stöður fremst á vellinum. „Í augnablikinu er engin samkeppni um stöðurnar frammi,“ sagði Portúgalinn eftir 0-1 sigur United á Burnley á laugardaginn. „Í augnablikinu erum við bara með fjóra sóknarmenn fyrir þrjár stöður. Þrír byrja á meðan einn er á bekknum.“ Sánchez er 29 ára, jafngamall og Robin van Persie var þegar United keypti hann frá Arsenal 2012. Stuðningsmenn United vonast til að Chile-maðurinn hafi sömu áhrif og Hollendingurinn hafði á sínum tíma. Van Persie skoraði grimmt þegar United varð síðast Englandsmeistari, vorið 2013.Spurning um peninga? Umræðan um félagaskipti Sánchez hefur að miklu leyti snúist um að Chile-maðurinn sé einhvers konar málaliði, drifinn áfram af græðgi og hafi þess vegna valið United í staðinn fyrir fótboltahimnaríki nágrannanna í Manchester City. Lið Peps Guardiola spilar vissulega mun skemmtilegri fótbolta en United og leikstíllinn er ákjósanlegri fyrir sóknarmenn. Og Sánchez fær vel borgað hjá United. En það er ekki eins og leikmenn spili frítt fyrir City og stærsta ástæðan fyrir uppgangi félagsins undanfarinn áratug eru peningarnir sem hefur verið dælt í það.Var búinn að stimpla sig út Arsenal missir vissulega sinn besta leikmann en samningur hans var að renna út og Sánchez var klárlega búinn að stimpla sig út hjá Skyttunum. Í staðinn fær Arsenal gríðarlega hæfileikaríkan leikmann sem var, fyrir ekki meira en tveimur árum, valinn sá besti í þýsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika Mkhitaryans náði Armeninn aldrei almennilegu flugi hjá United. Hann var lengi að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á síðasta tímabili en sýndi góða takta seinni hluta þess og átti stóran þátt í að United vann Evrópudeildina. Mkhitaryan skoraði fimm mörk í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, þ. á m. í úrslitaleiknum gegn Ajax.Dalaði eftir góða byrjun Armeninn byrjaði þetta tímabil af krafti. Hann skoraði eitt mark og lagði upp fimm í fyrstu fimm deildarleikjum United. En Mkhitaryan náði ekki að fylgja því eftir, missti sæti sitt í byrjunarliði United og átti undir lokin í vandræðum með að komast í hóp á leikdegi. Það má því færa rök fyrir því að hann hafi gott af nýrri áskorun. Mkhitaryan leysir ekki brýnustu þarfir Arsenal. Hann bætir ekki öftustu línu eða varnarleikinn á miðsvæðinu. En hann fyllir að vissu leyti upp í skarðið sem Sánchez skilur eftir sig, þótt þeir séu ólíkir leikmenn. Mkhitaryan getur leyst allar stöðurnar fyrir aftan framherjann, er skapandi og nokkuð markheppinn. Fyrrverandi samherji Mkhitaryans hjá Borussia Dortmund, Pierre-Emerick Aubameyang, hefur einnig verið orðaður við Arsenal. Talið er að Skytturnar þurfi að borga um 50 milljónir punda fyrir Gabonann sem er í agabanni hjá Dortmund. Sóknarlína með Mkhitaryan, Aubameyang, Mesut Özil og Alexandre Lacazette lítur allavega afskaplega vel út á pappírnum fræga.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira