Sveinbjörg vill snjallsímabann í grunnskólum borgarinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. janúar 2018 08:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/valli Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15
Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54