Innlent

Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna náðu ekki að komast að samkomulagi fyrir fundinn.
Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna náðu ekki að komast að samkomulagi fyrir fundinn. Samsett Mynd
Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. Kom þetta í ljós á borgarstjórnarfundi rétt í þessu.

Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kom upp snúin staða í borgarstjórn í kjölfar þess að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina. Þar sem Sveinbjörg situr núna óháð og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fyrir Framsókn og flugvallarvini missir flokkurinn öll sín sæti þegar reiknað er inn í ráð og nefndir borgarinnar.

Flokkurinn fær áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg fær ekki áheyrnarrétt sem óháður fulltrúi.

Sveinbjörg missti einnig sæti sitt í borgarráði og fékk meirihlutinn það sæti og hefur nú fimm borgarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Guðfinna er orðin áheyrnarfulltrúi. Elsa Yeoman kemur inn í borgarráð fyrir meirihlutann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×