Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 10:54 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag. Mynd/Samsett Ekkert samkomulag liggur fyrir á milli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er orðinn óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum, varðandi aðkomu að ráðum borgarinnar. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag sem hefst klukkan 14 í dag. Guðfinna segir í samtali við Vísi að málið muni ekki skýrast fyrr en við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag þó að hún muni tryggja það að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafi aðkomu að öllum ráðum borgarinnar. Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum.„Getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf“ Aðkoma flokksins mun hins vegar breytast vegna þess að Sveinbjörg Birna hefur sagt sig úr flokknum og á hann þá ekki rétt á fulltrúum með atkvæðisrétt í öll ráð. Hann á hins vegar rétt á áheyrnarfulltrúum í ráðin sem hafa tillögurétt og málfrelsi. „Það er þannig að við náum bara inn þessum átta fulltrúum með atkvæðisrétt ef við kjósum saman, það er Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir og Sveinbjörg, þannig að ef hún kýs ekki með okkur þá endar það þannig að við fáum áheyrnarfulltrúa í öllum ráðum,“ segir Guðfinna. Hún bendir á að ef að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir myndu kjósa með Sveinbjörgu og hún fengi þannig einhver ráð og flokkurinn önnur hefði hann ekki aðkomu að öllum ráðum. Það kemur ekki til greina þar sem það er skýr vilji borgarmálahóps Framsóknarflokksins að aðkoma hans að öllum sé tryggð. „Meirihltuinn er í raun það sterkur að atkvæðisréttur hefur hingað til ekki skipt neinu máli. Þannig að það skiptir okkur meira máli að hafa aðkomu að ráðunum heldur en atkvæðisrétt.“En hafið þið Sveinbjörg Birna komist að einhverju samkomulagi? „Ég hef ekkert heyrt í henni. Við áttum þarna fund í byrjun síðustu viku og ég hef ekkert heyrt í henni eftir þann fund. Ef það væri möguleiki að tryggja að bæði og hún hefðum aðkomu þá væri það hið besta mál en við getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf. Valið stendur á milli okkar og hennar og auðvitað veljum við okkur,“ segir Guðfinna. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á milli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er orðinn óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum, varðandi aðkomu að ráðum borgarinnar. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag sem hefst klukkan 14 í dag. Guðfinna segir í samtali við Vísi að málið muni ekki skýrast fyrr en við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag þó að hún muni tryggja það að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafi aðkomu að öllum ráðum borgarinnar. Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum.„Getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf“ Aðkoma flokksins mun hins vegar breytast vegna þess að Sveinbjörg Birna hefur sagt sig úr flokknum og á hann þá ekki rétt á fulltrúum með atkvæðisrétt í öll ráð. Hann á hins vegar rétt á áheyrnarfulltrúum í ráðin sem hafa tillögurétt og málfrelsi. „Það er þannig að við náum bara inn þessum átta fulltrúum með atkvæðisrétt ef við kjósum saman, það er Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir og Sveinbjörg, þannig að ef hún kýs ekki með okkur þá endar það þannig að við fáum áheyrnarfulltrúa í öllum ráðum,“ segir Guðfinna. Hún bendir á að ef að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir myndu kjósa með Sveinbjörgu og hún fengi þannig einhver ráð og flokkurinn önnur hefði hann ekki aðkomu að öllum ráðum. Það kemur ekki til greina þar sem það er skýr vilji borgarmálahóps Framsóknarflokksins að aðkoma hans að öllum sé tryggð. „Meirihltuinn er í raun það sterkur að atkvæðisréttur hefur hingað til ekki skipt neinu máli. Þannig að það skiptir okkur meira máli að hafa aðkomu að ráðunum heldur en atkvæðisrétt.“En hafið þið Sveinbjörg Birna komist að einhverju samkomulagi? „Ég hef ekkert heyrt í henni. Við áttum þarna fund í byrjun síðustu viku og ég hef ekkert heyrt í henni eftir þann fund. Ef það væri möguleiki að tryggja að bæði og hún hefðum aðkomu þá væri það hið besta mál en við getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf. Valið stendur á milli okkar og hennar og auðvitað veljum við okkur,“ segir Guðfinna. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00
Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20