Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 10:54 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag. Mynd/Samsett Ekkert samkomulag liggur fyrir á milli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er orðinn óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum, varðandi aðkomu að ráðum borgarinnar. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag sem hefst klukkan 14 í dag. Guðfinna segir í samtali við Vísi að málið muni ekki skýrast fyrr en við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag þó að hún muni tryggja það að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafi aðkomu að öllum ráðum borgarinnar. Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum.„Getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf“ Aðkoma flokksins mun hins vegar breytast vegna þess að Sveinbjörg Birna hefur sagt sig úr flokknum og á hann þá ekki rétt á fulltrúum með atkvæðisrétt í öll ráð. Hann á hins vegar rétt á áheyrnarfulltrúum í ráðin sem hafa tillögurétt og málfrelsi. „Það er þannig að við náum bara inn þessum átta fulltrúum með atkvæðisrétt ef við kjósum saman, það er Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir og Sveinbjörg, þannig að ef hún kýs ekki með okkur þá endar það þannig að við fáum áheyrnarfulltrúa í öllum ráðum,“ segir Guðfinna. Hún bendir á að ef að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir myndu kjósa með Sveinbjörgu og hún fengi þannig einhver ráð og flokkurinn önnur hefði hann ekki aðkomu að öllum ráðum. Það kemur ekki til greina þar sem það er skýr vilji borgarmálahóps Framsóknarflokksins að aðkoma hans að öllum sé tryggð. „Meirihltuinn er í raun það sterkur að atkvæðisréttur hefur hingað til ekki skipt neinu máli. Þannig að það skiptir okkur meira máli að hafa aðkomu að ráðunum heldur en atkvæðisrétt.“En hafið þið Sveinbjörg Birna komist að einhverju samkomulagi? „Ég hef ekkert heyrt í henni. Við áttum þarna fund í byrjun síðustu viku og ég hef ekkert heyrt í henni eftir þann fund. Ef það væri möguleiki að tryggja að bæði og hún hefðum aðkomu þá væri það hið besta mál en við getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf. Valið stendur á milli okkar og hennar og auðvitað veljum við okkur,“ segir Guðfinna. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á milli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallarvina, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem er orðinn óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði sig úr Framsóknarflokknum, varðandi aðkomu að ráðum borgarinnar. Kosið verður í ráð og nefndir borgarinnar á fundi borgarstjórnar í dag sem hefst klukkan 14 í dag. Guðfinna segir í samtali við Vísi að málið muni ekki skýrast fyrr en við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag þó að hún muni tryggja það að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafi aðkomu að öllum ráðum borgarinnar. Málið snýst um fulltrúa í átta sjö manna ráðum borgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hafa átt fulltrúa með atkvæðisrétt í þeim öllum.„Getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf“ Aðkoma flokksins mun hins vegar breytast vegna þess að Sveinbjörg Birna hefur sagt sig úr flokknum og á hann þá ekki rétt á fulltrúum með atkvæðisrétt í öll ráð. Hann á hins vegar rétt á áheyrnarfulltrúum í ráðin sem hafa tillögurétt og málfrelsi. „Það er þannig að við náum bara inn þessum átta fulltrúum með atkvæðisrétt ef við kjósum saman, það er Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir og Sveinbjörg, þannig að ef hún kýs ekki með okkur þá endar það þannig að við fáum áheyrnarfulltrúa í öllum ráðum,“ segir Guðfinna. Hún bendir á að ef að Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir myndu kjósa með Sveinbjörgu og hún fengi þannig einhver ráð og flokkurinn önnur hefði hann ekki aðkomu að öllum ráðum. Það kemur ekki til greina þar sem það er skýr vilji borgarmálahóps Framsóknarflokksins að aðkoma hans að öllum sé tryggð. „Meirihltuinn er í raun það sterkur að atkvæðisréttur hefur hingað til ekki skipt neinu máli. Þannig að það skiptir okkur meira máli að hafa aðkomu að ráðunum heldur en atkvæðisrétt.“En hafið þið Sveinbjörg Birna komist að einhverju samkomulagi? „Ég hef ekkert heyrt í henni. Við áttum þarna fund í byrjun síðustu viku og ég hef ekkert heyrt í henni eftir þann fund. Ef það væri möguleiki að tryggja að bæði og hún hefðum aðkomu þá væri það hið besta mál en við getum ekki fórnað ráðum og nefndum fyrir hana og útilokað þar með okkur sjálf. Valið stendur á milli okkar og hennar og auðvitað veljum við okkur,“ segir Guðfinna. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00
Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að flokkurinn vilji frekar aðkomu að ráðum borgarinnar sem áheyrnarfulltrúar en að hafa aðeins atkvæðisrétt í sumum þeirra. Vilji til að fórna sætunum kom fram á fundi í borgarmálar 31. ágúst 2017 06:00
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20