Albert er þakklátur Phillip Cocu | Fékk að velja á milli Orlando og Indónesíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 13:00 Albert Guðmundsson. Vísir/Getty Janúarmánuður ætlar að vera heldur betur eftirminnilegur fyrir hinn tvítuga Albert Guðmundsson sem er að stimpla sig inn bæði hjá A-landsliðinu og liði PSV. Albert Guðmundsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í Indónesíuferðinni á dögunum og átti síðan frábæra innkomu hjá PSV á sunnudaginn, innkomu sem var þriggja stiga virði. Albert hefði hinsvegar aldrei farið í æfingaferðina með íslenska landsliðinu nema af því að hann fékk sérstakt leyfi frá þjálfara PSV Eindhoven, Phillip Cocu. Albert hefur fengið mikla athygli í Hollandi eftir innkomu sína um helgina þar sem hann lagði upp sigurmark liðsins í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður aðeins nokkrum mínútum áður. Albert fékk að velja á milli æfingaferða. Hann hefði getað farið með liði PSV í æfingaferð til Orlando í Bandaríkjunum en valdi það að stimpla sig inn hjá íslenska A-landsliðinu. Eftir að hafa lagt upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skorað þrjú mörk í þeim síðari þá sýndi Albert að hann getur vel verið í HM-hóp Íslands næsta sumar. „Ég fékk að velja sjálfur. Hann lofaði mér að staða mín innan PSV liðsins myndi ekki breytast sama hvað ég gerði,“ sagði Albert í viðtali við Eindhoven Dagblad.PSV'er Albert Gudmundsson: 'Assist was goed, de afronding van Luuk nog beter' https://t.co/41O9LbCKk5pic.twitter.com/AKbcOtJk73 — Eindhovens Dagblad (@ED_Eindhoven) January 21, 2018 „Ég er mjög þakklátur honum fyrir það. Það eru ekki allir þjálfarar sem myndu gefa leikmanni sínum slíkt frelsi ekki síst þar sem að leikirnir í Indónesíu voru ekki á opinberum landsleikjadögum,“ sagði Albert. Albert launaði Phillip Cocu þetta strax með því að tryggja liðinu þrjú stig á móti Heracles Almelo á sunnudaginn. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað hann fær svo að spila mikið með aðalliði PSV Eindhoven í næstu leikjum. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Janúarmánuður ætlar að vera heldur betur eftirminnilegur fyrir hinn tvítuga Albert Guðmundsson sem er að stimpla sig inn bæði hjá A-landsliðinu og liði PSV. Albert Guðmundsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í Indónesíuferðinni á dögunum og átti síðan frábæra innkomu hjá PSV á sunnudaginn, innkomu sem var þriggja stiga virði. Albert hefði hinsvegar aldrei farið í æfingaferðina með íslenska landsliðinu nema af því að hann fékk sérstakt leyfi frá þjálfara PSV Eindhoven, Phillip Cocu. Albert hefur fengið mikla athygli í Hollandi eftir innkomu sína um helgina þar sem hann lagði upp sigurmark liðsins í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður aðeins nokkrum mínútum áður. Albert fékk að velja á milli æfingaferða. Hann hefði getað farið með liði PSV í æfingaferð til Orlando í Bandaríkjunum en valdi það að stimpla sig inn hjá íslenska A-landsliðinu. Eftir að hafa lagt upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skorað þrjú mörk í þeim síðari þá sýndi Albert að hann getur vel verið í HM-hóp Íslands næsta sumar. „Ég fékk að velja sjálfur. Hann lofaði mér að staða mín innan PSV liðsins myndi ekki breytast sama hvað ég gerði,“ sagði Albert í viðtali við Eindhoven Dagblad.PSV'er Albert Gudmundsson: 'Assist was goed, de afronding van Luuk nog beter' https://t.co/41O9LbCKk5pic.twitter.com/AKbcOtJk73 — Eindhovens Dagblad (@ED_Eindhoven) January 21, 2018 „Ég er mjög þakklátur honum fyrir það. Það eru ekki allir þjálfarar sem myndu gefa leikmanni sínum slíkt frelsi ekki síst þar sem að leikirnir í Indónesíu voru ekki á opinberum landsleikjadögum,“ sagði Albert. Albert launaði Phillip Cocu þetta strax með því að tryggja liðinu þrjú stig á móti Heracles Almelo á sunnudaginn. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað hann fær svo að spila mikið með aðalliði PSV Eindhoven í næstu leikjum.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira