Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 23:01 Lögmenn Trump eru sagðir vilja koma því þannig fyrir að forsetinn þurfi aðeins að svara hluta spurninga Mueller (t.h.) í persónu. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45