Ráðist verði í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, afhenti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, skýrsluna í morgun. Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.” Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.”
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55