Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 07:30 Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Vísir/GVA Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira