Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 14:11 Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. Vísir/Facebook/ja.is „Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“ MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“
MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27