Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 14:11 Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. Vísir/Facebook/ja.is „Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“ MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
„Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“
MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent