Hinn mikli Golíat sigrar Davíð í London Benedikt Bóas skrifar 27. janúar 2018 11:00 Svona á nýi leikvangurinn að líta út mynd/chelsea Chelsea getur brátt hafist handa við að rífa Stamford Bridge og byggja glænýjan og rándýran völl eftir að bæjarráð vísaði kvörtun nágranna frá. Crosthwaite-fjölskyldan segir að nýi völlurinn komi til með að hindra útsýni og hefta aðgang að sólarljósi og vill bætur. Crosthwaite-fjölskyldan hafði kært Chelsea til borgarráðsins í Hammersmith og Fulham vegna áætlana félagsins um að byggja nýjan 60 þúsund manna völl en hann mun kosta allt að einum milljarði punda. Sumir breskir fjölmiðlar hafa reyndar dregið úr þessum kostnaði og sagt hann vera nær 500 milljónum punda. Í kærunni var vísað til þess að íbúar eigi rétt á sólarljósi en nýi völlurinn mun koma í veg fyrir að sólarljós nái í gegnum fjóra af fimm gluggum á húsi Crosthwaite-fjölskyldunnar. Borgarráðið hefur tekið kæruna fyrir og vísað henni frá enda eru öll leyfi komin fyrir vellinum og ekki er hægt að kæra borgarráðið til hæstaréttar. Crosthwaite-fjölskyldan er að íhuga næstu skref og að sögn BBC hefur lögmaður hennar sagt að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Húsið sem Crosthwaite-fjölskyldan á er ekkert slor og er fasteignamat þess um fjórar milljónir punda. Þetta eru því engir vitleysingar. Fjölskyldan vill fá 20 milljónir punda í bætur ef nýi völlurinn verði byggður. Þriggja herbergja íbúð í götunni seldist á um tvær milljónir punda í fyrra. Fjölskyldan hefur búið nánast ofan í Stamford Bridge í rúm 50 ár. Chelsea hefur að sögn BBC boðið fjölskyldunni yfir milljón pund í bætur en það var afþakkað. Chelsea sótti um að rífa núverandi leikvang í nóvember 2015 en áætlanir félagsins hafa tafist töluvert vegna íbúa í grennd við Stamford Bridge. Félagið hefur þegar greitt um 50 íbúum skaðabætur vegna þess að sólin mun skína minna inn í stofur þeirra og útsýni skerðist. Í nágrannakynningu voru þó 97 prósent nágranna samþykkir áformum Chelsea. Chelsea hefur bent á að sjö milljónir punda fari í innviði í hverfinu og að 2,4 milljónir gesta muni heimsækja nýjan völl. Hverfið muni því blómstra sem aldrei fyrr. Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, skrifaði svo upp á teikningarnar fyrir um ári og allt virtist klappað og klárt en hjónakornin Nicolas og Lucinda Crosthwaite voru ekki til í að kvitta upp á hvað sem er. Þau eru ekki á móti nýjum velli en finnst að austurstúkan, þar sem Chelsea ætlar að hafa allar sínar fínu veislur og sína mikilvægustu gesti, sé of há og vilja að arkitektastofan Herzog & de Meuron endurhanni þann hluta. Þau benda á Emiratesvöllinn, heimavöll Arsenal, en þar fara 16 prósent undir hina mikilvægu gesti. Á nýjum Stamford Bridge-leikvangi verður hlutfallið 28 prósent. Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, er trúlega ekki vanur að láta einhverja meðaljóna stoppa sig og lögfræðingateymi hans hefur, samkvæmt breskum fjölmiðlum, unnið dag og nótt að því að finna leið til að fá völlinn samþykktan. Og það hafðist að lokum í vikunni. Chelsea er enda langt á eftir öðrum liðum þegar kemur að fjölda áhorfenda á heimavelli. Arsenal, West Ham og Tottenham eru öll með mun fleiri áhorfendur en Stamford Bridge er sjöundi stærsti völlurinn í ensku úrvalsdeildinni. Talið er að Chelsea geti byrjað að spila á hinum nýja heimavelli tímabilið 2024-2025. Þangað til verður líklega notast við Wembley líkt og Tottenham hefur þurft að gera. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Chelsea getur brátt hafist handa við að rífa Stamford Bridge og byggja glænýjan og rándýran völl eftir að bæjarráð vísaði kvörtun nágranna frá. Crosthwaite-fjölskyldan segir að nýi völlurinn komi til með að hindra útsýni og hefta aðgang að sólarljósi og vill bætur. Crosthwaite-fjölskyldan hafði kært Chelsea til borgarráðsins í Hammersmith og Fulham vegna áætlana félagsins um að byggja nýjan 60 þúsund manna völl en hann mun kosta allt að einum milljarði punda. Sumir breskir fjölmiðlar hafa reyndar dregið úr þessum kostnaði og sagt hann vera nær 500 milljónum punda. Í kærunni var vísað til þess að íbúar eigi rétt á sólarljósi en nýi völlurinn mun koma í veg fyrir að sólarljós nái í gegnum fjóra af fimm gluggum á húsi Crosthwaite-fjölskyldunnar. Borgarráðið hefur tekið kæruna fyrir og vísað henni frá enda eru öll leyfi komin fyrir vellinum og ekki er hægt að kæra borgarráðið til hæstaréttar. Crosthwaite-fjölskyldan er að íhuga næstu skref og að sögn BBC hefur lögmaður hennar sagt að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Húsið sem Crosthwaite-fjölskyldan á er ekkert slor og er fasteignamat þess um fjórar milljónir punda. Þetta eru því engir vitleysingar. Fjölskyldan vill fá 20 milljónir punda í bætur ef nýi völlurinn verði byggður. Þriggja herbergja íbúð í götunni seldist á um tvær milljónir punda í fyrra. Fjölskyldan hefur búið nánast ofan í Stamford Bridge í rúm 50 ár. Chelsea hefur að sögn BBC boðið fjölskyldunni yfir milljón pund í bætur en það var afþakkað. Chelsea sótti um að rífa núverandi leikvang í nóvember 2015 en áætlanir félagsins hafa tafist töluvert vegna íbúa í grennd við Stamford Bridge. Félagið hefur þegar greitt um 50 íbúum skaðabætur vegna þess að sólin mun skína minna inn í stofur þeirra og útsýni skerðist. Í nágrannakynningu voru þó 97 prósent nágranna samþykkir áformum Chelsea. Chelsea hefur bent á að sjö milljónir punda fari í innviði í hverfinu og að 2,4 milljónir gesta muni heimsækja nýjan völl. Hverfið muni því blómstra sem aldrei fyrr. Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, skrifaði svo upp á teikningarnar fyrir um ári og allt virtist klappað og klárt en hjónakornin Nicolas og Lucinda Crosthwaite voru ekki til í að kvitta upp á hvað sem er. Þau eru ekki á móti nýjum velli en finnst að austurstúkan, þar sem Chelsea ætlar að hafa allar sínar fínu veislur og sína mikilvægustu gesti, sé of há og vilja að arkitektastofan Herzog & de Meuron endurhanni þann hluta. Þau benda á Emiratesvöllinn, heimavöll Arsenal, en þar fara 16 prósent undir hina mikilvægu gesti. Á nýjum Stamford Bridge-leikvangi verður hlutfallið 28 prósent. Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, er trúlega ekki vanur að láta einhverja meðaljóna stoppa sig og lögfræðingateymi hans hefur, samkvæmt breskum fjölmiðlum, unnið dag og nótt að því að finna leið til að fá völlinn samþykktan. Og það hafðist að lokum í vikunni. Chelsea er enda langt á eftir öðrum liðum þegar kemur að fjölda áhorfenda á heimavelli. Arsenal, West Ham og Tottenham eru öll með mun fleiri áhorfendur en Stamford Bridge er sjöundi stærsti völlurinn í ensku úrvalsdeildinni. Talið er að Chelsea geti byrjað að spila á hinum nýja heimavelli tímabilið 2024-2025. Þangað til verður líklega notast við Wembley líkt og Tottenham hefur þurft að gera.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira