Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2018 11:25 Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. visir/ernir Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk), staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagði að nú væri unnið að tilkynningu þar sem frá þessu verður greint opinberlega. „Ég tjái mig ekki um uppsögnina þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Yfirlýsingar frá stjórn er að vænta. Jón Páll tilkynnti skömmu fyrir áramót að hann hefði sagt upp störfum. Því kemur þessi uppsögn nú nokkuð á óvart.Var búinn að segja upp störfum Ástæðan sem Jón Páll gaf upp í pistli sem hann birti opinberlega, á Facebooksíðu sinni, var rekstrarlegs eðlis og tengdist metnaðarfullum markmiðum stjórnar MAk: „Ég taldi að öll þessi jákvæðu teikn ásamt því sögulega tækifæri að gera LA kleift á hundrað ára afmæli þess tryggja samfellda starfsemi til framtíðar væri nægur hvati fyrir fulltrúa okkar í bæjarstjórn til þess að leiðrétta þann skort sem hefur verið á framlögum til leikfélagsins í nærri 10 ár samfleytt og gera LA kleift að ná yfirlýstum markmiðum. Hinn nýji samningur afhjúpar hins vegar skort á skilningi á mikilvægi LA sem hreyfialfs í okkar samfélagi og þau djúpu og dýrmætu áhrif það hefur á lífsgæði okkar og möguleika barna okkar til auðugs og hvetjandi lífs. Hann afhjúpar skort á vilja til þess að stefna sú er tryggt getur áframhaldandi samfellda starfsemi atvinnuleikhús undir merkjum LA geti orðið að veruleika. Samningurinn hafnar því þeirri framtíðarsýn hvers mótun ég leiddi í samstarfi við fulltrúa úr stjórn MAk og Leikfélags Akureyrar. Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. Janúar 2018.“Mun ekki leikstýra Sjeikspír eins og hann leggur sig Jón Páll tilkynnti jafnframt við þetta tækifæri að þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ætlaði hann að skilja vel við, hann ætlaði að setja eftirmann sinn inn í málin. Og: „Ég hef óskað eftir því að ljúka ráðningu minni með því að frumsýna Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars en það verkefni er í fullum undirbúningi. Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstrarlegan árangur,“ segir í yfirlýsingu Jóns Páls sem hann birti 20. desember í fyrra. Til þess mun þó ekki koma að hann stýri því verkefni. Þetta staðfesti Jón Páll í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig frekar um uppsögnina á þessu stigi máls, hann vill bíða með það þar til yfirlýsing stjórnar lítur dagsins ljós.Uppfært 11:50 Yfirlýsingin frá stjórn MAk var að birtast nú rétt í þessu. Hún er stutt og svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.“ Menning Tengdar fréttir Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk), staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagði að nú væri unnið að tilkynningu þar sem frá þessu verður greint opinberlega. „Ég tjái mig ekki um uppsögnina þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Yfirlýsingar frá stjórn er að vænta. Jón Páll tilkynnti skömmu fyrir áramót að hann hefði sagt upp störfum. Því kemur þessi uppsögn nú nokkuð á óvart.Var búinn að segja upp störfum Ástæðan sem Jón Páll gaf upp í pistli sem hann birti opinberlega, á Facebooksíðu sinni, var rekstrarlegs eðlis og tengdist metnaðarfullum markmiðum stjórnar MAk: „Ég taldi að öll þessi jákvæðu teikn ásamt því sögulega tækifæri að gera LA kleift á hundrað ára afmæli þess tryggja samfellda starfsemi til framtíðar væri nægur hvati fyrir fulltrúa okkar í bæjarstjórn til þess að leiðrétta þann skort sem hefur verið á framlögum til leikfélagsins í nærri 10 ár samfleytt og gera LA kleift að ná yfirlýstum markmiðum. Hinn nýji samningur afhjúpar hins vegar skort á skilningi á mikilvægi LA sem hreyfialfs í okkar samfélagi og þau djúpu og dýrmætu áhrif það hefur á lífsgæði okkar og möguleika barna okkar til auðugs og hvetjandi lífs. Hann afhjúpar skort á vilja til þess að stefna sú er tryggt getur áframhaldandi samfellda starfsemi atvinnuleikhús undir merkjum LA geti orðið að veruleika. Samningurinn hafnar því þeirri framtíðarsýn hvers mótun ég leiddi í samstarfi við fulltrúa úr stjórn MAk og Leikfélags Akureyrar. Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. Janúar 2018.“Mun ekki leikstýra Sjeikspír eins og hann leggur sig Jón Páll tilkynnti jafnframt við þetta tækifæri að þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ætlaði hann að skilja vel við, hann ætlaði að setja eftirmann sinn inn í málin. Og: „Ég hef óskað eftir því að ljúka ráðningu minni með því að frumsýna Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars en það verkefni er í fullum undirbúningi. Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstrarlegan árangur,“ segir í yfirlýsingu Jóns Páls sem hann birti 20. desember í fyrra. Til þess mun þó ekki koma að hann stýri því verkefni. Þetta staðfesti Jón Páll í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig frekar um uppsögnina á þessu stigi máls, hann vill bíða með það þar til yfirlýsing stjórnar lítur dagsins ljós.Uppfært 11:50 Yfirlýsingin frá stjórn MAk var að birtast nú rétt í þessu. Hún er stutt og svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli og ríkir einhugur um hana. Framkvæmdastjóri vinnur nú að nauðsynlegu skipulagi vegna þeirra verkefna sem eru framundan á vegum LA.“
Menning Tengdar fréttir Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55