Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 11:55 Jón Páll Eyjólfsson lætur af störfum í byrjun næsta árs. vísir/ernir Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, gaf það út á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu að hann hygðist láta af störfum. Hann segir í færslu sinni að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sjái ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. „Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. janúar 2018,“ segir í færslunni. Hann segir reksturinn undanfarin ár hafa tekist vel til. „Mér var falið að breyta rekstri og umgjörð LA í takt við rekstur undir nýju sameiginlegu félagi, Menningarfélagi Akureyrar. Lögð var áhersla á að ná tökum á framleiðslu leikfélagsins þannig að sannarlega væri framleidd sviðslist eftir kröfum samnings MAk við Akureyrarbæ en að ekki væri farið fram úr fjárheimildum til framleiðslu og reksturs leiklistarsviðs. Á þessum þremur árum hefur tekist að standast þær væntingar með ráðdeild og frábæru starfsfólki og listamönnum.“Hafa ekki bolmagn til þess að fastráða leikaraFyrr í vor fór lauk svo stefnumótunarvinnu sem gerði ráð fyrir rekstri til ársins 2020. Fór svo að hún var samþykkt af Menningarfélagi Akureyrar og var hún kynnt opinberlega. „Nú þegar liggja fyrir drög að nýjum samningi er ljóst að ekkert af þessum markmiðum mun nást fyrir 2020. Ekki verður kleift né hagkvæmt að fastráða neina leikara. Leikfélagið mun einungis hafa bolmagn til þess að framleiða þrjú verkefni á næsta leikári svo fremi sem verkefnin séu smá í sniðum og fámenn, LA mun ekki hafa bolmagn til þess að skapa viðburð í sameiningu með SN og viðburðarsviðinu[...],“ segir í færslu Jóns Páls. Í ljósi þess muni hann láta af störfum. Hann segir að ekki hafi verið auðvelt að komast að þessari niðurstöðu en það sé þó nokkur léttir að tilkynna hana. Að lokum segir hann að ráðningu hans ljúki með frumsýningu leikritsins Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars, en það verkefni er nú í fullum undirbúningi. „Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstarlegan árangur,“ segir Jón Páll að lokum.Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Jóns Páls í heild. Menning Vistaskipti Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, gaf það út á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu að hann hygðist láta af störfum. Hann segir í færslu sinni að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sjái ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. „Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. janúar 2018,“ segir í færslunni. Hann segir reksturinn undanfarin ár hafa tekist vel til. „Mér var falið að breyta rekstri og umgjörð LA í takt við rekstur undir nýju sameiginlegu félagi, Menningarfélagi Akureyrar. Lögð var áhersla á að ná tökum á framleiðslu leikfélagsins þannig að sannarlega væri framleidd sviðslist eftir kröfum samnings MAk við Akureyrarbæ en að ekki væri farið fram úr fjárheimildum til framleiðslu og reksturs leiklistarsviðs. Á þessum þremur árum hefur tekist að standast þær væntingar með ráðdeild og frábæru starfsfólki og listamönnum.“Hafa ekki bolmagn til þess að fastráða leikaraFyrr í vor fór lauk svo stefnumótunarvinnu sem gerði ráð fyrir rekstri til ársins 2020. Fór svo að hún var samþykkt af Menningarfélagi Akureyrar og var hún kynnt opinberlega. „Nú þegar liggja fyrir drög að nýjum samningi er ljóst að ekkert af þessum markmiðum mun nást fyrir 2020. Ekki verður kleift né hagkvæmt að fastráða neina leikara. Leikfélagið mun einungis hafa bolmagn til þess að framleiða þrjú verkefni á næsta leikári svo fremi sem verkefnin séu smá í sniðum og fámenn, LA mun ekki hafa bolmagn til þess að skapa viðburð í sameiningu með SN og viðburðarsviðinu[...],“ segir í færslu Jóns Páls. Í ljósi þess muni hann láta af störfum. Hann segir að ekki hafi verið auðvelt að komast að þessari niðurstöðu en það sé þó nokkur léttir að tilkynna hana. Að lokum segir hann að ráðningu hans ljúki með frumsýningu leikritsins Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars, en það verkefni er nú í fullum undirbúningi. „Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstarlegan árangur,“ segir Jón Páll að lokum.Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Jóns Páls í heild.
Menning Vistaskipti Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira