Stjarna sýpur seyðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2018 06:38 Logan Paul, sem sést hér í skóginum með gulgræna húfu, hefur mátt þola harða gagnrýni eftir myndbandsbirtinguna. Skjáskot Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53