Stjarna sýpur seyðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2018 06:38 Logan Paul, sem sést hér í skóginum með gulgræna húfu, hefur mátt þola harða gagnrýni eftir myndbandsbirtinguna. Skjáskot Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53