Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:53 Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir. YouTube Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul er hættur að birta myndbönd í bili. Logan sagði frá þessu á Twitter en áður hafði hann birt myndband þar sem hann baðst innilegrar afsökunar. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson gagnrýndi Youtube-stjörnuna í gær og sagði þar að hann ætti að skammast sín fyrir að hafa birt myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér á YouTube-rás sinni. Stefán Karl bættist þannig í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndbandið. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum og segir Logan að hann sjái nú eftir því að hafa haldið áfram að taka upp viðbrögðin þeirra. Segist hann einnig sjá eftir því að hafa sett myndbandið á Youtube. Í myndbandinu sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að aðstæðunum. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Myndbandið var sett inn á YouTube á sunnudag og höfðu margar milljónir séð það áður en það var tekið út. Stefán Karl tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann spyr hversu sjúkur viðkomandi þarf að vera til að birta slíkt myndefni til að fá fleiri fylgjendur á YouTube-rásina. Leikarinn biðlar síðan til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube svo hann læri eitthvað af þessu. Logan tekur ekki fram í stuttri Twitter-færslu sinni hversu lengi hann ætli að taka sér hlé frá birtingu myndbanda en hann hefur birt myndbönd daglega í meira en 400 daga.taking time to reflectno vlog for nowsee you soon— Logan Paul (@LoganPaul) January 4, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul er hættur að birta myndbönd í bili. Logan sagði frá þessu á Twitter en áður hafði hann birt myndband þar sem hann baðst innilegrar afsökunar. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson gagnrýndi Youtube-stjörnuna í gær og sagði þar að hann ætti að skammast sín fyrir að hafa birt myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér á YouTube-rás sinni. Stefán Karl bættist þannig í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndbandið. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum og segir Logan að hann sjái nú eftir því að hafa haldið áfram að taka upp viðbrögðin þeirra. Segist hann einnig sjá eftir því að hafa sett myndbandið á Youtube. Í myndbandinu sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að aðstæðunum. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Myndbandið var sett inn á YouTube á sunnudag og höfðu margar milljónir séð það áður en það var tekið út. Stefán Karl tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann spyr hversu sjúkur viðkomandi þarf að vera til að birta slíkt myndefni til að fá fleiri fylgjendur á YouTube-rásina. Leikarinn biðlar síðan til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube svo hann læri eitthvað af þessu. Logan tekur ekki fram í stuttri Twitter-færslu sinni hversu lengi hann ætli að taka sér hlé frá birtingu myndbanda en hann hefur birt myndbönd daglega í meira en 400 daga.taking time to reflectno vlog for nowsee you soon— Logan Paul (@LoganPaul) January 4, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50