Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lyklafellslína á að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er afar vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. vísir/Ernir Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira