Erlent

Leiðtogi UKIP hættur með kærustunni eftir rasistaummæli

Atli Ísleifsson skrifar
Henry Bolton tók við formennsku í UKIP í september.
Henry Bolton tók við formennsku í UKIP í september. Vísir/AFP
Henry Bolton, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur hætt með kærustu sinni eftir að hún lét rasistaummæli falla um Meghan Markle, unnustu Harry Bretaprins.

Bolton segir að samband þeirra „augljóslega ósamrýmanlegt“ þegar hann gegni embætti formanns flokksins, en hann hefur ekki hug á að láta af því embætti.

Kærasta Bolton, Jo Marney, hafði sent textaskilaboð þar sem hún lýsti þeirri skoðun að svart fólk væri ljótt og að Meghan Markle myndi „menga“ bresku konungsfjölskylduna. Móðir Markle er svört og faðir hvítur.

Í frétt BBC kemur fram að Bolton segir rasisma stríða gegn stefnu UKIP.

Marney hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og segir þau hafa verið slitin úr samhengi.

Bolton tók við formennsku í UKIP í september og varð hann þá fjórði leitogi þeirra á síðustu átján mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×