Erlent

Peter Madsen ákærður fyrir að myrða Kim Wall

Samúel Karl Ólason skrifar
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Saksóknarar segja morðið hafa verið skipulagt en hann er grunaður um að hafa myrt Wall í kafbáti sínum í ágúst. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga.

Madsen á ævilanga fangelsisvist yfir höfði sér.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn segir að morðið hafi verið skipulagt og undirbúið. Enn sé ekki vitað hvernig hann hafi framið morðið en mögulegt sé að Madsen hafi skorið Wall á háls eða kyrkt hana.

Saksóknarinn Jakob Buch-Jepsen segir að sönnunargögn í málinu verði opinberuð fyrir dómi en ekki í fjölmiðlum. Þó málið hafi vakið gífurlega athygli.

Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi sem mun gilda til 7. febrúar. Þá mun ákæruvaldið leggja fram að hann muni sitja áfram í varðhaldi þar til dómur verði kveðinn upp í málinu. Aðalmeðferð málsins á að hefjast þann 8. mars og búist er við því að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.

Blaðamannafundur verður haldinn seinna í dag.


Tengdar fréttir

Fundu höfuð Kim Wall

Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.