Loftslagsbreytingar ógna heiminum sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 15:32 "Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari.“ Vísir/Getty Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira