Fótbolti

Andri Rúnar fer með íslenska landsliðinu til Indónesíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas.
Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas. Mynd/Adidas

Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildar karla 2017 og markametshafi, spilar væntanlega sinn fyrsta A-landsleik í Indónesíu seinna í þessum mánuði.

Andri Rúnar segir í viðtali við heimasíðu sænska liðsins Helsingborg að hann sé á leiðinni með íslenska landsliðinu til Indónesíu frá 6. til 16. janúar næstkomandi.


Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, valdi 22 manna hóp um miðjan desember en hefur þurft að gera nokkrar breytingar á honum vegna forfalla leikmanna.

Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Ólafur Ingi Skúlason höfðu allir komið inn í upprunalega hópinn og nú bætist Andri Rúnar við.

„Ég er mjög spenntur enda hefur þetta verið draumur minn frá því að ég var lítill strákur,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason í viðtalinu á heimasíðu Helsingborg sem sjá má hér fyrir neðan.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk í 22 leikjum í Pepsi-deild karla síðasta sumar og jafnaði þar með markamet þeirra Péturs Péturssonar, Guðmundar Torfasonar, Þórðar Guðjónssonar og Tryggva Guðmundssonar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.