Segir afleitt að ríkið leiði verðbólguna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2018 20:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00