Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2018 21:00 Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana og segir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins miklar áskoranir framundan í verðlagsmálum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þau Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Það eru öll olíufélögin búin að hækka, - það er reyndar undantekning; Costco er ekki búið að hækka ennþá,“ sagði Runólfur í dag. Hann sagði bensínið almennt hafa hækkað um fimm krónur á lítrann en dísilolían um allt að átta krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Kolefnisgjald hækkaði um 50 prósent, á bensíni um tæpar þrjár krónur á lítra en um rúmar þrjár á dísilolíu. Því til viðbótar hækkuðu einnig bensín- og olíugjöld um tvö prósent, bæði almennt og sérstakt gjald sem og olíugjald. Ofan á gjöldin leggst svo virðisaukaskattur sem gerir skattahækkun ríkisins enn hærri í krónum talið. Runólfur tekur undir þau sjónarmið að hækkun bensín- og olíuverðs leggist þyngra á íbúa dreifbýlisins. Þar aki fólk yfirleitt lengri vegalengdir eftir þjónustu og hafi auk þess ekki sömu valkosti um ódýrara bensín og íbúar þéttbýlisins suðvestanlands. Samtök atvinnulífsins gagnrýna einnig þessa gjaldahækkun. „Já, við höfum gagnrýnt kolefnisgjaldshækkunina enda er þetta í raun skattheimta. Og ef við horfum svona heilt yfir þá erum við með skattheimtu í hæstu hæðum, við erum háskattaríki í alþjóðlegum samanburði, og hefðum fremur viljað sjá stjórnvöld mynda það svigrúm sem þarf á útgjaldahliðinni til að lækka skatta ,“ segir Ásdís.Bíleigendur greiða fimm krónum meira fyrir bensínlítrann eftir nýjustu skattahækkun stjórnvalda.Mynd/Stöð 2.Ríkið hækkaði almennt gjaldskrár um tvö prósent, sem þýddi meðal annars að tóbaksgjald hækkaði um tíu krónur á sígarettupakkann. Áfengisgjald hækkaði einnig um tvö prósent. Ríkisútvarpið fær hærri nefskatt af landsmönnum og hækkaði útvarpsgjaldið úr 16.800 krónum upp í 17.100 krónur. Sömuleiðis hækkaði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hjá Útlendingastofnun hækkaði afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi úr tólf í fimmtán þúsund krónur, endurnýjun dvalarleyfis úr sex í fimmtán þúsund, - hækkaði um 150 prósent, - og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 15 í 25 þúsund krónur, eða um 67%. Staðan í verðlagsmálum er talin viðkvæm og spurning hvort lítinn neista þurfi til að tendra verðbólgubál.Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og styrking krónu spornuðu gegn verðbólgu á síðasta ári.Mynd/Stöð 2.„Við vorum að einhverju leyti mjög heppin á síðasta ári. Viðskiptakjör voru okkur hagstæð og olíuverð þar skipti auðvitað verulegu máli, - var að lækka. Krónan var að styrkjast, þrátt fyrir verulegar launahækkanir,“ segir Ásdís. „Og það er auðvitað óábyrgt, má segja, að treysta á samskonar heppni á þessu ári. Og þessvegna verðum við svo sannarlega að vera á varðbergi. Og það er vonandi að okkur takist að viðhalda þeim verðstöðugleika sem við höfum upplifað á síðustu árum. En það eru auðvitað talsverðar áskoranir framundan.“ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana og segir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins miklar áskoranir framundan í verðlagsmálum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þau Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Það eru öll olíufélögin búin að hækka, - það er reyndar undantekning; Costco er ekki búið að hækka ennþá,“ sagði Runólfur í dag. Hann sagði bensínið almennt hafa hækkað um fimm krónur á lítrann en dísilolían um allt að átta krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Kolefnisgjald hækkaði um 50 prósent, á bensíni um tæpar þrjár krónur á lítra en um rúmar þrjár á dísilolíu. Því til viðbótar hækkuðu einnig bensín- og olíugjöld um tvö prósent, bæði almennt og sérstakt gjald sem og olíugjald. Ofan á gjöldin leggst svo virðisaukaskattur sem gerir skattahækkun ríkisins enn hærri í krónum talið. Runólfur tekur undir þau sjónarmið að hækkun bensín- og olíuverðs leggist þyngra á íbúa dreifbýlisins. Þar aki fólk yfirleitt lengri vegalengdir eftir þjónustu og hafi auk þess ekki sömu valkosti um ódýrara bensín og íbúar þéttbýlisins suðvestanlands. Samtök atvinnulífsins gagnrýna einnig þessa gjaldahækkun. „Já, við höfum gagnrýnt kolefnisgjaldshækkunina enda er þetta í raun skattheimta. Og ef við horfum svona heilt yfir þá erum við með skattheimtu í hæstu hæðum, við erum háskattaríki í alþjóðlegum samanburði, og hefðum fremur viljað sjá stjórnvöld mynda það svigrúm sem þarf á útgjaldahliðinni til að lækka skatta ,“ segir Ásdís.Bíleigendur greiða fimm krónum meira fyrir bensínlítrann eftir nýjustu skattahækkun stjórnvalda.Mynd/Stöð 2.Ríkið hækkaði almennt gjaldskrár um tvö prósent, sem þýddi meðal annars að tóbaksgjald hækkaði um tíu krónur á sígarettupakkann. Áfengisgjald hækkaði einnig um tvö prósent. Ríkisútvarpið fær hærri nefskatt af landsmönnum og hækkaði útvarpsgjaldið úr 16.800 krónum upp í 17.100 krónur. Sömuleiðis hækkaði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hjá Útlendingastofnun hækkaði afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi úr tólf í fimmtán þúsund krónur, endurnýjun dvalarleyfis úr sex í fimmtán þúsund, - hækkaði um 150 prósent, - og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 15 í 25 þúsund krónur, eða um 67%. Staðan í verðlagsmálum er talin viðkvæm og spurning hvort lítinn neista þurfi til að tendra verðbólgubál.Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og styrking krónu spornuðu gegn verðbólgu á síðasta ári.Mynd/Stöð 2.„Við vorum að einhverju leyti mjög heppin á síðasta ári. Viðskiptakjör voru okkur hagstæð og olíuverð þar skipti auðvitað verulegu máli, - var að lækka. Krónan var að styrkjast, þrátt fyrir verulegar launahækkanir,“ segir Ásdís. „Og það er auðvitað óábyrgt, má segja, að treysta á samskonar heppni á þessu ári. Og þessvegna verðum við svo sannarlega að vera á varðbergi. Og það er vonandi að okkur takist að viðhalda þeim verðstöðugleika sem við höfum upplifað á síðustu árum. En það eru auðvitað talsverðar áskoranir framundan.“
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira