Útlit fyrir endurkomu Mitts Romney í stjórnmálin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana. vísir/afp Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira