Erlent

Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Mikill snjór hefur fallið í New York.
Mikill snjór hefur fallið í New York. Vísir/AFP
Mikil frostharka hefur verið á austurströnd Bandaríkjanna síðastliðna daga og hafa kuldamet verið slegin. Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær.

Rafmagn hefur víða farið af á austurströndinni en í Nova Scotia í Kanada eru tugþúsundir án rafmagns. Þá hafa samgöngur verið í lamasessi vegna veðursins.

Þrjátíu sentímetrar hafa verið af jafnföllnum snjó í New York og í Boston og sáu íbúar í Flórída fyrstu snjókomuna í þrjá áratugi.

Veðurstofa Bandaríkjanna býst við áframhaldandi óveðri og kulda um helgina. Stormurinn sem gengið hefur yfir austurströndina kemur til með að færa sig til norðurs.

Mynd frá NOAA. Stormurinn kemur til með að færast norður yfir helgina.Vísir/AFP
Hudson áin í New York er frosin vegna kuldans.Vísir/AFP
Samgöngur hafa verið í lamasessi vegna veðursins.Vísir/AFP
Niagara-fossar í Ontario.Vísir/AFP
Gríðarlegur kuldi hefur ollið því að vatnið í fossunum hefur frosið.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×