Forseti Alþingis hittir forseta Kína á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2018 19:30 Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira