Solskjær leysti kraftinn í sókninni úr læðingi Hjörvar Ólafsson skrifar 24. desember 2018 18:00 Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00
United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45
Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27
Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30