Grafarþögn í Kópavogi Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. júní 2018 20:00 Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira