Hundrað þúsundasta gestinum fagnað á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2018 16:15 Bárður Örn og Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Lava, ásamt fjölskyldunni frá Danmörku sem var leyst út með gjöfum að ókeypis aðgangseyri á safnið í dag fyrir að vera gestir númer 100 þúsund á safninu það sem af er árinu 2018. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundrað þúsundasta gestinum sem heimsótti hefur Lava setrið á Hvolsvelli það sem af er árinu 2018 var fagnað í dag. Um var að ræða fjölskyldu frá Danmörku sem er á vikuferðalagi um Ísland. „Starfsemin hefur gengið miklu betur en við þorðum að vona í upphafi og aðsóknin hefur verið miklu meiri, við erum í skýjunum með þetta“, segir Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lava. Safnið sem er fræðslu og upplifunarsýning um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi var opnað í júní 2017 sem stærsta eldfjallarsýning landsins. „Okkar gestir eru 80 – 90% erlendir gestir, aðallega Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar, sem eyða löngum tíma á safninu og drekka í sig upplýsingar um eldgosasöguna að allt sem henni tengist“, bætir Bárður Örn við.Lava, eldfjalla og jarðskjálftamiðstöðin er staðsett við þjóðveg eitt rétt áður en komið er á Hvolsvöll.Magnús Hlynur HreiðarssonÓskarinn til hönnuða safnsins Nýlega var tilkynnt um að Basalt Arkitektar og Gagarín hlytu hin virtu Red Dot verðlaun fyrir Lava eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðina á Hvolsvelli en þetta eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru. Sýningin var verðlaunuð í tveim flokkum, fyrir sýningarhönnun og gagnvirkni. Alls bárust dómnefndinni 8.610 innsendingar frá 45 þjóðum. „Þetta er Óskarinn fyrir hönnuðu og eitthvað sem hefur aldrei gerst áður á Íslandi. Það þykir mikill heiður að fá þessu verðlaun og núna eru það ekki bara ein verðlaun, heldur tvenn, sem er algjörlega frábært,“ segir Bárður Örn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Hundrað þúsundasta gestinum sem heimsótti hefur Lava setrið á Hvolsvelli það sem af er árinu 2018 var fagnað í dag. Um var að ræða fjölskyldu frá Danmörku sem er á vikuferðalagi um Ísland. „Starfsemin hefur gengið miklu betur en við þorðum að vona í upphafi og aðsóknin hefur verið miklu meiri, við erum í skýjunum með þetta“, segir Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lava. Safnið sem er fræðslu og upplifunarsýning um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi var opnað í júní 2017 sem stærsta eldfjallarsýning landsins. „Okkar gestir eru 80 – 90% erlendir gestir, aðallega Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar, sem eyða löngum tíma á safninu og drekka í sig upplýsingar um eldgosasöguna að allt sem henni tengist“, bætir Bárður Örn við.Lava, eldfjalla og jarðskjálftamiðstöðin er staðsett við þjóðveg eitt rétt áður en komið er á Hvolsvöll.Magnús Hlynur HreiðarssonÓskarinn til hönnuða safnsins Nýlega var tilkynnt um að Basalt Arkitektar og Gagarín hlytu hin virtu Red Dot verðlaun fyrir Lava eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðina á Hvolsvelli en þetta eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru. Sýningin var verðlaunuð í tveim flokkum, fyrir sýningarhönnun og gagnvirkni. Alls bárust dómnefndinni 8.610 innsendingar frá 45 þjóðum. „Þetta er Óskarinn fyrir hönnuðu og eitthvað sem hefur aldrei gerst áður á Íslandi. Það þykir mikill heiður að fá þessu verðlaun og núna eru það ekki bara ein verðlaun, heldur tvenn, sem er algjörlega frábært,“ segir Bárður Örn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira