Steingrímur J og bróðir hans óðu Meyjará eftir aðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 11:45 Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent