Steingrímur J og bróðir hans óðu Meyjará eftir aðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 11:45 Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38