Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 19:33 Embla er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík síðastliðinn laugardag þar sem hún var valin maður leiksins. Vísir/Vilhelm Embla Kristínardóttir, landsliðskona í körfubolta, segir frá því hvernig henni var nauðgað þegar hún var á fjórtánda aldursári af manni frjálsíþróttamanni um tvítugt. Embla, sem er leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta, segir frá þessu í viðtali við Ríkisútvarpið. Síðastliðinn laugardag varð Embla bikarmeistari með Keflavík en hún var valin besti leikmaður bikarúrslitaleiksins. Þar kemur fram að maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barn en fékk skilorðsbundinn dóm. Embla segir málið ekki hafa farið af stað fyrr en ári eftir að henni var nauðgað því hún þorði ekki að segja neinum frá því. Það var ekki fyrr en hún hætti að mæta í skólann að móðir hennar varð vör við breytingu á hegðun hennar og þá fór kærumál af stað. Hún segir heimabæ sinn Keflavík hafa klofnað vegna málsins og að hún hafi þurft að þola mikið einelti vegna þess. Embla segist hafa verið dæmd fyrir að vera drusla og eftir fékk miða í skáp sinn þar sem hún var beðin um að leggja þetta mál niður. Eftir íþróttatíma var fötunum hennar hent í sturtuna og úlpa hennar hvarf margoft. Hún segir lítið hafa verið gert í málinu eftir að dómurinn féll, maðurinn fékk að halda áfram að æfa með sínu liði, en þau æfðu ekki hjá sama íþróttafélagi. Þurfti hún meðal annars að spila úrslitaleiki í íþróttahúsinu þar sem maðurinn æfir og það hafi reynst henni erfitt.RÚV segir mál Emblu ekki hafa verið á meðal þeirra 62 frásagna íþróttakvenna af kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Embla segir í samtali við RÚV að þessar sögur hafi ekki komið henni á óvart og að bætir við að henni finnist íþróttafélögin ekki taka nógu skýra afstöðu í þessum málum.Sjá viðtal RÚV í heild sinni hér. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna og grunar að einhverjar tengist körfuboltahreyfingunni. 15. janúar 2018 23:07 Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð. 15. janúar 2018 07:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Keflavík vann sinn 15. bikarmeistaratitil í sögu félagsins og þann annan í röð eftir sigur á grannliði Njarðvíkur í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 13. janúar 2018 18:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Embla Kristínardóttir, landsliðskona í körfubolta, segir frá því hvernig henni var nauðgað þegar hún var á fjórtánda aldursári af manni frjálsíþróttamanni um tvítugt. Embla, sem er leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta, segir frá þessu í viðtali við Ríkisútvarpið. Síðastliðinn laugardag varð Embla bikarmeistari með Keflavík en hún var valin besti leikmaður bikarúrslitaleiksins. Þar kemur fram að maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barn en fékk skilorðsbundinn dóm. Embla segir málið ekki hafa farið af stað fyrr en ári eftir að henni var nauðgað því hún þorði ekki að segja neinum frá því. Það var ekki fyrr en hún hætti að mæta í skólann að móðir hennar varð vör við breytingu á hegðun hennar og þá fór kærumál af stað. Hún segir heimabæ sinn Keflavík hafa klofnað vegna málsins og að hún hafi þurft að þola mikið einelti vegna þess. Embla segist hafa verið dæmd fyrir að vera drusla og eftir fékk miða í skáp sinn þar sem hún var beðin um að leggja þetta mál niður. Eftir íþróttatíma var fötunum hennar hent í sturtuna og úlpa hennar hvarf margoft. Hún segir lítið hafa verið gert í málinu eftir að dómurinn féll, maðurinn fékk að halda áfram að æfa með sínu liði, en þau æfðu ekki hjá sama íþróttafélagi. Þurfti hún meðal annars að spila úrslitaleiki í íþróttahúsinu þar sem maðurinn æfir og það hafi reynst henni erfitt.RÚV segir mál Emblu ekki hafa verið á meðal þeirra 62 frásagna íþróttakvenna af kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Embla segir í samtali við RÚV að þessar sögur hafi ekki komið henni á óvart og að bætir við að henni finnist íþróttafélögin ekki taka nógu skýra afstöðu í þessum málum.Sjá viðtal RÚV í heild sinni hér.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna og grunar að einhverjar tengist körfuboltahreyfingunni. 15. janúar 2018 23:07 Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð. 15. janúar 2018 07:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Keflavík vann sinn 15. bikarmeistaratitil í sögu félagsins og þann annan í röð eftir sigur á grannliði Njarðvíkur í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 13. janúar 2018 18:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna og grunar að einhverjar tengist körfuboltahreyfingunni. 15. janúar 2018 23:07
Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð. 15. janúar 2018 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Keflavík vann sinn 15. bikarmeistaratitil í sögu félagsins og þann annan í röð eftir sigur á grannliði Njarðvíkur í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 13. janúar 2018 18:00