Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:25 Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.
Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00