Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 08:00 Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Vísir/Pjetur Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira