Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Nýrrar kynslóðar Nissan Leaf er beðið með mikilli eftirvæntingu, líka hér á landi. „Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira