Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Nýrrar kynslóðar Nissan Leaf er beðið með mikilli eftirvæntingu, líka hér á landi. „Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira