Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Nýrrar kynslóðar Nissan Leaf er beðið með mikilli eftirvæntingu, líka hér á landi. „Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent