Wenger líkir liðinu sínu við boxara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 10:30 Arsenal menn fagna, Arsene Wenger og Rocky. Vísir/Samsett/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Arsenal átti á hættu að tapa sínum fimmta leik í röð sem hafði ekki gerst hjá Skyttunum síðan árið 1977. Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey skoruðu mörkin í fyrri hálfleik og Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn. „Þetta var mikilvægur sigur því þetta var martraðarvika,“ sagði Arsene Wenger en hann og liðið hafði fengið á sig harða gagnrýni eftir hvert tapið á fætur öðru. Arsene Wenger said his team was like a boxer struggling to get up after a knockdown in their Europa League win at AC Milan. Report https://t.co/NfhuuOnw32pic.twitter.com/aQ5cE5t7m4 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Þegar þú upplifir mikil vonbrigði þá ertu oft fljótur að gleyma því að þú hefur vissa hæfileika. Þú verður ekki lélegur leikmaður eða lélegt lið á einni viku. Ekkert er endanlegt í lífinu,“ sagði Wenger. „Þegar þú ert sleginn svona niður þá verður þetta svolítið eins og boxbardagi. Þú ert kominn hálfa leið niður og hefur ekki mikinn tíma til að jafna þig áður en næsta högg kemur. Þannig var þetta hjá okkur,“ sagði Wenger. „Á einhverjum tímapunkti þá veistu að þú þarft að svara. Stolt þitt og ástríðan fyrir að sýna þína hæfileika verður að brjótast í gegn,“ sagði Wenger.Before kick-off last night, Arsenal had arguably hit the lowest point of Arsene Wenger's 22-year reign. But a polished performance brought them victory over AC Milan. Reporthttps://t.co/mccQRitaoZpic.twitter.com/M9fxsz7tf0 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 Arsenal fékk á sig mikinn áfellisdóm eftir 3-0 tap fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins og margir tóku sig til og afskrifuðu karakter liðsins. „Fólk gleymir því stundum að til þess að komast alla leið í úrslitaleik á Englandi þá þarftu andlegan styrk og sterkan haus. Við töpuðum þessum úrslitaleik á móti liði sem er með yfirburði í enska fótboltanum eins og er. Við verðum að sætta okkur við það en það þýðir ekki að liðið hafi ekki öflugan liðsanda,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira