Craig Bellamy var nálægt því að enda feril John Arne Riise með golfkylfu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. desember 2018 10:06 Bellamy með golfsveifluna eftir markið gegn Barcelona Guardian Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira