Craig Bellamy var nálægt því að enda feril John Arne Riise með golfkylfu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. desember 2018 10:06 Bellamy með golfsveifluna eftir markið gegn Barcelona Guardian Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira