Craig Bellamy var nálægt því að enda feril John Arne Riise með golfkylfu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. desember 2018 10:06 Bellamy með golfsveifluna eftir markið gegn Barcelona Guardian Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira
Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira