Núvitund í skólum hefur jákvæð áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 20:30 Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira