Jóhanna Guðrún er glöð og þakklát: „Ég bjóst ekki við þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. maí 2018 10:00 Jóhanna og Max unnu Allir geta dansað á Stöð 2 á sunnudag. Vísir/Atli „Ég er ennþá að melta þetta,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari í þáttunum Allir geta dansað, ásamt dansfélaga sínum Max Petrov. „Ég bjóst ekki við þessu og ég held að við séum bæði bara svolítið rugluð í ríminu. Ég er allavega þakklát og þetta er bara alveg ótrúlegt,“ sagði Jóhanna í viðtali strax eftir keppnina. Max tekur undir og segir að sigurinn hafi komið á óvart. „Ég þarf nokkra daga til þess að meðtaka þetta.“ Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt ! Ég er ennþá að meðtaka þennan sigur í gær A post shared by Yohanna - Jóhanna Guðrún (@yohannamusic) on May 7, 2018 at 3:54am PDT Kom á óvart hvað þetta var erfitt „Það sem er búið að vera skemmtilegast við þetta allt er bara samvera með öllu þessu skemmtilega fólki. Að kynnast fullt af nýjum andlitum og vera bara partur af einhverju sem er svona stórt og kynnast svona vel, af því að það er ekki sjálfgefið,“ segir Jóhanna.„Það kom eiginlega mest á óvart hvað þetta er búið að vera erfitt samt fyrir mann, þetta er búið að taka rosalega á. Þetta er búið að vera rosalega mikill tími, blóð, sviti og tár. Alveg alla leið sko. Þegar ég sagði já við þessu þá var ég alveg „já þetta verður bara stuð“ einhvern veginn. En svo var þetta ekkert alveg þannig.“ Jóhanna var því fljót að fara í keppnisgírinn. „Þetta var aðeins meiri alvara en maður gerði sér grein fyrir en ekki það að það sé slæmt.“ Vísir/Atli Danskennarinn stoltur „Ég er svo stoltur af þér,“ sagði Max við Jóhönnu eftir úrslitin. Jóhanna var í stóru hlutverki í ABBA sýningunni sem var í Hörpu um helgina og söng þar í tveimur sýningum daginn fyrir úrslitaþáttinn á sunnudag. „Í gær þurfti hún að sinna fullt af verkefnum og tónleikum og þegar hún mætti í morgun sá ég hvað hún var þreytt en samt gefur hún allt sitt í þetta,“ segir Max hreykinn. Hann þakkaði Jóhönnu kærlega fyrir samvinnuna á meðan æfingaferlinu og upptökum þáttanna stóð. „Það hefur verið magnað að vinna með þér og kenna þér. Hún er mjög hæfileikaríkur dansari. Og söngkona.“ Jóhanna sagði þá þakklát að hún hafi líka fengið besta kennarann. „Ég er gríðarlega glöð og þakklát. Maður verður bara svo glaður þegar maður fær að tjá sig í gengum líkamann. Það opnar hugann og hjartað einhvern veginn alveg og þetta er held ég bara hollt fyrir alla að dansa.“ Jóhanna Guðrún og Max Petrov enduðu keppnina á því að dansa sömbu.Skjáskot/Stöð 2 Mörg verkefni framundan „Þetta er skrítið og ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Jóhanna þegar Ísland í dag heimsótti hana í Hafnarfjörðinn í gær. „Ég held að ég verði bara í nokkra daga að svona átta mig á því að við höfum unnið þetta.“ Hún viðurkennir að þetta hafi verið mikið spennufall og eyddi hún því mánudeginum í að slappa af eftir erfiða helgi. „Dagurinn fer bara svona í það að jafna sig og skríða saman.“ Jóhanna fer strax í önnur verkefni og hefur augljóslega í nógu að snúast. „Það er hellingur framundan, mikið af tónleikum og alls konar verkefnum sem að ég og maðurinn minn erum í saman og við erum með kórana okkar þrjá þannig að það er alltaf brjálað að gera hjá okkur.“ Vísir/Atli Léttir að fá tíurnar Varðandi fjarveruna frá heimilinu og eiginmanni og barni og þessu álagi á fjölskyldulífið segir Jóhanna: „ Ég held að allir keppendur hafi einmitt talað um það að maður er rosalega lítið heima hjá sér í gegnum þetta allt þetta ferli. “ Bendir hún á að flestir keppendur eru líka í vinnu og með heimili og fjölskyldu, jafnvel börn. „ Á mánudegi mætir maður á dansæfingu og það er búið að plana einhverja rútínu og síðan þarf maður bara að æfa hana þangað til hún er orðin nógu til að maður þori að dansa hana fyrir framan alþjóð og það tekur tíma. “ Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið léttir að fá einkunnir dómaranna í lokaþættinum á sunnudag, en hún og Max fengu 10 stig frá öllum þremur dómurum fyrir báða dansa kvöldsins og luku því keppni með fullt hús stiga eða 60 stig. „ Við erum bæði miklar keppnismanneskjur og það kom alveg í ljós mjög fljótt á æfingum að við myndum bara keyra á þetta. “ Innslagið má horfa á í heild sinni hér að neðan: Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00 Jóhanna Guðrún og Max fengu þrjár tíur fyrir þetta atriði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga frá dómnefnd í Allir geta dansað síðasta sunnudag. 2. maí 2018 12:45 Jóhanna og Max fengu ekkert nema tíur og sigruðu í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov stóðu uppi sem sigurvegar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld. 6. maí 2018 21:18 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Ég er ennþá að melta þetta,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari í þáttunum Allir geta dansað, ásamt dansfélaga sínum Max Petrov. „Ég bjóst ekki við þessu og ég held að við séum bæði bara svolítið rugluð í ríminu. Ég er allavega þakklát og þetta er bara alveg ótrúlegt,“ sagði Jóhanna í viðtali strax eftir keppnina. Max tekur undir og segir að sigurinn hafi komið á óvart. „Ég þarf nokkra daga til þess að meðtaka þetta.“ Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt ! Ég er ennþá að meðtaka þennan sigur í gær A post shared by Yohanna - Jóhanna Guðrún (@yohannamusic) on May 7, 2018 at 3:54am PDT Kom á óvart hvað þetta var erfitt „Það sem er búið að vera skemmtilegast við þetta allt er bara samvera með öllu þessu skemmtilega fólki. Að kynnast fullt af nýjum andlitum og vera bara partur af einhverju sem er svona stórt og kynnast svona vel, af því að það er ekki sjálfgefið,“ segir Jóhanna.„Það kom eiginlega mest á óvart hvað þetta er búið að vera erfitt samt fyrir mann, þetta er búið að taka rosalega á. Þetta er búið að vera rosalega mikill tími, blóð, sviti og tár. Alveg alla leið sko. Þegar ég sagði já við þessu þá var ég alveg „já þetta verður bara stuð“ einhvern veginn. En svo var þetta ekkert alveg þannig.“ Jóhanna var því fljót að fara í keppnisgírinn. „Þetta var aðeins meiri alvara en maður gerði sér grein fyrir en ekki það að það sé slæmt.“ Vísir/Atli Danskennarinn stoltur „Ég er svo stoltur af þér,“ sagði Max við Jóhönnu eftir úrslitin. Jóhanna var í stóru hlutverki í ABBA sýningunni sem var í Hörpu um helgina og söng þar í tveimur sýningum daginn fyrir úrslitaþáttinn á sunnudag. „Í gær þurfti hún að sinna fullt af verkefnum og tónleikum og þegar hún mætti í morgun sá ég hvað hún var þreytt en samt gefur hún allt sitt í þetta,“ segir Max hreykinn. Hann þakkaði Jóhönnu kærlega fyrir samvinnuna á meðan æfingaferlinu og upptökum þáttanna stóð. „Það hefur verið magnað að vinna með þér og kenna þér. Hún er mjög hæfileikaríkur dansari. Og söngkona.“ Jóhanna sagði þá þakklát að hún hafi líka fengið besta kennarann. „Ég er gríðarlega glöð og þakklát. Maður verður bara svo glaður þegar maður fær að tjá sig í gengum líkamann. Það opnar hugann og hjartað einhvern veginn alveg og þetta er held ég bara hollt fyrir alla að dansa.“ Jóhanna Guðrún og Max Petrov enduðu keppnina á því að dansa sömbu.Skjáskot/Stöð 2 Mörg verkefni framundan „Þetta er skrítið og ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Jóhanna þegar Ísland í dag heimsótti hana í Hafnarfjörðinn í gær. „Ég held að ég verði bara í nokkra daga að svona átta mig á því að við höfum unnið þetta.“ Hún viðurkennir að þetta hafi verið mikið spennufall og eyddi hún því mánudeginum í að slappa af eftir erfiða helgi. „Dagurinn fer bara svona í það að jafna sig og skríða saman.“ Jóhanna fer strax í önnur verkefni og hefur augljóslega í nógu að snúast. „Það er hellingur framundan, mikið af tónleikum og alls konar verkefnum sem að ég og maðurinn minn erum í saman og við erum með kórana okkar þrjá þannig að það er alltaf brjálað að gera hjá okkur.“ Vísir/Atli Léttir að fá tíurnar Varðandi fjarveruna frá heimilinu og eiginmanni og barni og þessu álagi á fjölskyldulífið segir Jóhanna: „ Ég held að allir keppendur hafi einmitt talað um það að maður er rosalega lítið heima hjá sér í gegnum þetta allt þetta ferli. “ Bendir hún á að flestir keppendur eru líka í vinnu og með heimili og fjölskyldu, jafnvel börn. „ Á mánudegi mætir maður á dansæfingu og það er búið að plana einhverja rútínu og síðan þarf maður bara að æfa hana þangað til hún er orðin nógu til að maður þori að dansa hana fyrir framan alþjóð og það tekur tíma. “ Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið léttir að fá einkunnir dómaranna í lokaþættinum á sunnudag, en hún og Max fengu 10 stig frá öllum þremur dómurum fyrir báða dansa kvöldsins og luku því keppni með fullt hús stiga eða 60 stig. „ Við erum bæði miklar keppnismanneskjur og það kom alveg í ljós mjög fljótt á æfingum að við myndum bara keyra á þetta. “ Innslagið má horfa á í heild sinni hér að neðan:
Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00 Jóhanna Guðrún og Max fengu þrjár tíur fyrir þetta atriði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga frá dómnefnd í Allir geta dansað síðasta sunnudag. 2. maí 2018 12:45 Jóhanna og Max fengu ekkert nema tíur og sigruðu í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov stóðu uppi sem sigurvegar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld. 6. maí 2018 21:18 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00
Jóhanna Guðrún og Max fengu þrjár tíur fyrir þetta atriði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga frá dómnefnd í Allir geta dansað síðasta sunnudag. 2. maí 2018 12:45
Jóhanna og Max fengu ekkert nema tíur og sigruðu í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov stóðu uppi sem sigurvegar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld. 6. maí 2018 21:18