Lífið

Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhanna Guðrún og Max Petrov dönsuðu sömbu í gær.
Jóhanna Guðrún og Max Petrov dönsuðu sömbu í gær.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona og Max Petrov fagdansari báru sigur úr býtum í Allir geta dansað í gærkvöldi. Pörin dönsuðu tvisvar. Annan dans sem þau höfðu dansað áður og einn nýjan. Fyrri dansinn var pasodoble sem þau dönsuðu í öðrum þætti og fengu fyrir það þrjár tíur hjá dómurum, eða fullt hús. Þau voru einmitt fyrsta parið til að fá fullt hús í síðasta þætti með mögnuðum tangó.Seinni dansinn, og sá nýi í lokaþættinum, var samba sem var hreint út sagt magnaður. Fengu þau fullt hús frá dómurunum þriðja dansinn í röð.

Dómaraeinkunnir töldu ekki í lokaþættinum, voru aðeins til viðmiðunar. Þjóðin virtist hins vegar á sama máli og dómnefndin því parið sigraði í símakosningunni.Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna.

Jóhanna og Max voru eðli málsins samkvæmt í skýjunum þegar þau mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og sögðu frá ævintýri undanfarinna vikna. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Úrslitin ráðast í Allir geta dansað

Skandinavískar mjaðmir, töfrabrögð og gleði. 10 pör hófu keppni en aðeins 4 pör komust áfram í úrslitaþáttinn sem fer fram í kvöld. 10 pör hófu leik og var fyrirkomulagið þannig að einn þjóðþekktur einstaklingur var paraður með fagdansara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.