Lífið

Jóhanna Guðrún og Max fengu þrjár tíur fyrir þetta atriði

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Max í stigahæsta atriði vetrarins.
Jóhanna Guðrún og Max í stigahæsta atriði vetrarins. Vísir
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga frá dómnefnd í Allir geta dansað síðasta sunnudag. Þau dönsuðu tangó við lagið The Greatest Show úr myndinni The Greatest Showman. 

Jóhanna og Max voru glæsileg á sviðinu.Vísir
Þetta var í fyrsta sinn sem par í þættinum fær fullt hús stiga frá dómnefnd og voru Jóhanna og Max því skiljanlega í skýjunum með þessa dóma. Hér að neðan má sjá atriði þeirra Jóhönnu og Max. Jóhanna er þó mikill fullkomnunarsinni og fann sjálf nokkra galla á annars fullkomnu atriði.„Ég er ekki dansari og dansarar æfa sig í mörg ár í grunnsporum en við fáum viku. Að sjálfsögðu veit maður hvernig þetta á að líta út og maður getur alveg gagnrýnt það,“ segir Jóhanna Guðrún. Jóhanna Guðrún og Max munu dansa sömbu og endurtaka paso doble atriðið í úrslitaþættinum en auk þeirra eru þau Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño, Bergþór Pálsson og Hanna Rún Óladóttir og Arnar Grant og Lilja Guðmundsdóttir komin alla leið í úrslitin.


Tengdar fréttir

Fann nokkra galla á fullkomnu atriði

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað á sunnudag og flugu inn í úrslitaþáttinn sem verður á sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.