Lífið

Jóhanna Guðrún og Max fengu þrjár tíur fyrir þetta atriði

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Max í stigahæsta atriði vetrarins.
Jóhanna Guðrún og Max í stigahæsta atriði vetrarins. Vísir

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga frá dómnefnd í Allir geta dansað síðasta sunnudag. Þau dönsuðu tangó við lagið The Greatest Show úr myndinni The Greatest Showman. 

Jóhanna og Max voru glæsileg á sviðinu. Vísir

Þetta var í fyrsta sinn sem par í þættinum fær fullt hús stiga frá dómnefnd og voru Jóhanna og Max því skiljanlega í skýjunum með þessa dóma. Hér að neðan má sjá atriði þeirra Jóhönnu og Max. Jóhanna er þó mikill fullkomnunarsinni og fann sjálf nokkra galla á annars fullkomnu atriði.

„Ég er ekki dansari og dansarar æfa sig í mörg ár í grunnsporum en við fáum viku. Að sjálfsögðu veit maður hvernig þetta á að líta út og maður getur alveg gagnrýnt það,“ segir Jóhanna Guðrún. 

Jóhanna Guðrún og Max munu dansa sömbu og endurtaka paso doble atriðið í úrslitaþættinum en auk þeirra eru þau Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño, Bergþór Pálsson og Hanna Rún Óladóttir og Arnar Grant og Lilja Guðmundsdóttir komin alla leið í úrslitin.


Tengdar fréttir

Fann nokkra galla á fullkomnu atriði

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað á sunnudag og flugu inn í úrslitaþáttinn sem verður á sunnudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.