Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump.
Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir einnig yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun Trump og kallar eftir því að önnur lönd standi við samninginn sem gerður var árið 2015.
Hassan Rouhani forseti Íran ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu eftir að Trump tilkynnti ákvörðun sína. Hann sagði að þeir myndu ekki fara strax í það að auðga úran og myndu leita leiða til þess að semja við önnur lönd sem komu að samningnum eins og Rússland, Kína, Bretland, Frakkland og Þýskaland.
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael fagnaði ákvörðun Trump í sjónvarpsræðu og sagði að þetta væri sögulegt útspil og þakkaði honum fyrir hugrekkið sem hann sýndi.
Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur einnig sagt að ákvörðun Trump sé gálaus og að hann hafi í dag leitt Bandaríkin inn á aðra mun hættulegri slóð.
Real American power is not shown by our ability to blow things up, but by our ability to forge international consensus around shared problems. That is what the Iran agreement did.
— Bernie Sanders (@SenSanders) May 8, 2018
Today President Trump put us on a very different, more dangerous path.