Hróp gerð að ráðherrum við þingsetningu Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:00 Við þingsetninguna í dag. Vísir/Vilhelm Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag. Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28