Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2018 15:42 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira