Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:07 Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira