Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:07 Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent