Ásmundur lauk 700 kílómetra göngunni um Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 22:33 Ásmundur var ánægður í lok göngunnar. Facebook/Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15