Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:00 Forsætisnefnd Alþingis mun ræða beiðni um rannsókn á akstursgreiðslum á næsta fundi sínum. Fréttablaðið/Stefán Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira