Fótbolti

Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Albert Guðmundsson hefur lítið fengið að spila fyrir aðallið PSV en Heimir valdi hann í lokahópinn fyrir Rússland.
Albert Guðmundsson hefur lítið fengið að spila fyrir aðallið PSV en Heimir valdi hann í lokahópinn fyrir Rússland.
Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, er í 23 manna landsliðshópi Íslands sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Ekkert pláss er fyrir Kolbeinn Sigþórsson í hópnum sem verið hefur að vinna í erfiðum meiðslum sínum undanfarin tvö ár.

„Því miður fyrir hann kemur þetta val of snemma,“ sagði Heimir Hallgrímsson um Kolbein á blaðamannafundinum í dag.

Framherjar í Rússlandi verða Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason auk Alberts Guðmundssonar. Ekkert pláss er fyrir Viðar Örn Kjartansson og Theodór Elmar Bjarnason.

Annað sem vakti mesta athygli í hópnum var að Frederik Schram var valinn þriðji markvörður en hann barðist um sætið við Ögmund Kristinsson.

Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari landsliðsins sagði alla þjálfarana sannfærða um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn.

Hólmar Örn Eyjólfsson er í hópnum en Jón Guðni Fjóluson situr heima með sárt ennið. Sömu sögu er að segja um Hjört Hermannsson sem var í hópnum í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Þá er Samúel Kári Friðjónsson í hópnum. Sagði Heimir Samúel hafa staðið sig mjög vel með U21 landsliðinu, væri framtíðarleikmaður og fjölhæfur. Gæti leyst margar stöður.

Nánar hér.











 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×