Fótbolti

Bein útsending: Heimir velur HM-hópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir þarf að taka stóra ákvörðun í dag.
Heimir þarf að taka stóra ákvörðun í dag. vísir/getty
Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta sem hefst í Laugardalnum klukkan 13.15 en þar tilkynnir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, 23 manna hóp sem fer á HM 2018 í Rússlandi.

Fundurinn er einnig á beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3 HD en hér að neðan má svo sjá textalýsingu blaðamanns Vísis frá þessum sögulega fundi.

Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir valinu þar sem margir leikmenn koma til greina í hópinn og færri eru með öruggt sæti en fyrir EM 2016 í Frakklandi. Það verða því nokkrir ansi svekktir landsliðsmenn í dag og sumir mjög kátir.

Upphitun fyrir fundinn hefst hér á Vísi og á Stöð 2 Sport 3 HD hálftíma fyrir fundinn eða klukkan 12.45. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.