Fótbolti

Bein útsending: Heimir velur HM-hópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir þarf að taka stóra ákvörðun í dag.
Heimir þarf að taka stóra ákvörðun í dag. vísir/getty

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta sem hefst í Laugardalnum klukkan 13.15 en þar tilkynnir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, 23 manna hóp sem fer á HM 2018 í Rússlandi.

Fundurinn er einnig á beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3 HD en hér að neðan má svo sjá textalýsingu blaðamanns Vísis frá þessum sögulega fundi.

Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir valinu þar sem margir leikmenn koma til greina í hópinn og færri eru með öruggt sæti en fyrir EM 2016 í Frakklandi. Það verða því nokkrir ansi svekktir landsliðsmenn í dag og sumir mjög kátir.

Upphitun fyrir fundinn hefst hér á Vísi og á Stöð 2 Sport 3 HD hálftíma fyrir fundinn eða klukkan 12.45. 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.