Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 22:12 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir
Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00